Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
07.06.2011

Góð heimsókn frá vinabænum Herlev Kommune

Fulltrúar frá Herlev Kommune sem er vinabær Seltjarnarnesbæjar heimsóttu Ísland dagana 2. til 6. júní og skoðuðu ýmsa þætti í íslensku viðskiptalífi.

23.05.2011

Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Bergur Þórisson taka framhaldspróf fráTónlistaskóla Seltjarnarness

Anna Bergljót Gunnarsdóttir píanóleikari og Bergur Þórisson básúnuleikari tóku framhaldspróf við Tónlistarskóla Seltjarnarness á vordögum og stóðu sig með miklum ágætum.
23.05.2011

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu vöktuð

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast frá gosinu í Grímsvötnum aðfararnótt 23. maí. Þá voru mæligildi svifryks há. Reikna má með að mæligildin komi til með að sveiflast áfram. Öskufall á höfuðborgarsvæðinu var samt ekkert í líkingu við það sem hefur verið fyrir austan fjall og á Suðurlandi.

Nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla boðið að skoða mannvirki Hitaveitu Seltjarnarness.
19.05.2011

Nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla boðið að skoða mannvirki Hitaveitu Seltjarnarness.

Nemendur í 10. bekk Valhúsaskóla var boðið að skoða mannvirki Hitaveitu Seltjarnarness í gær. Skoðuð var borhola nr. 12 við hákarlaskúrinn en hún er rúmlega 2700 metra djúp og  er vatnið 109 gráðu heitt sem þar dælist upp.
18.05.2011

Neshlaupið haldið í 24 sinn

Góð þátttaka var í Neshlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sl. laugardag og tókst það einstaklega vel.

Fuglaskoðun á Nesinu
16.05.2011

Fuglaskoðun á Nesinu

Umhverfisnefnd stóð fyrir vel heppnaðri fuglaskoðunarferð á Nesinu síðast liðinn laugardag í fylgd Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings.
11.05.2011

Betri rekstrarniðurstaða árið 2010 en áætlun gerði ráð fyrir.

Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2010 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins.

10.05.2011

Sumarstemning á Eiðistorgi

Það var sannkölluð sumarstemning á Eiðistorgi á laugardaginn var þegar í annað skiptið í vor var haldinn þar Flóamarkaður. Fjöldi sölubása var um allt torgið með fjölbreyttum varningi og þar mátti einnig hitta fyrir  Kvenfélagið Seltjörn með kökubasar.

70% dýrara í Reykjavík
05.05.2011

70% dýrara í Reykjavík

Heita vatnið er rúmlega 70% dýrara í Reykjavík en á Seltjarnarnesi eftir síðustu hækkun Orkuveitu Reykjavíkur frá því í gær um 8%.

Frábær fjölskyldudagur í Gróttu
30.04.2011

Frábær fjölskyldudagur í Gróttu

Fólk á öllum aldri frá kornabörnum til einstaklinga um nírætt streymdi út í Gróttu í morgun á árlegum fjölskyldudegi í eynni.
Sökum flóðatöflunnar og hve snemma varð að opna í dag voru menn uggandi um að færri kæmu en svo varð ekki.

Fengu hjálma að gjöf
27.04.2011

Fengu hjálma að gjöf

Í dag, 27. apríl, fékk 1. bekkur Grunnskóla Seltjarnarness afhenda hjólreiðahjálma Á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn mætti 1. bekkur til að taka á móti hjólreiðahjálmum.
26.04.2011

Lausaganga hunda er bönnuð á Seltjarnarnesi

Undanfarið hefur talsvert verið kvartað vegna lausagöngu hunda á Seltjarnarnesi og vill Hundaeftirlit Seltjarnarness því minna á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á Seltjarnarnesi

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?