23.11.2015
Mikil ánægja með sundlaugina okkar
Nú í byrjun vetrar lét Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness framkvæma þjónustukönnun meðal gesta Sundlaugar Seltjarnarness
29.10.2015
Seltjarnarnes er draumasveitarfélagið annað árið í röð
Sveitarfélagið Seltjarnarnes hefur hlotið nafnbótina draumasveitarfélagið í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Þetta er annað árið í röð sem sveitarfélagið hlýtur þessa nafnbót sem byggð er á rekstrartölum úr ársreikningum, samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
22.10.2015
Samstarf Seltjarnarnesbæjar og RannUng
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, undirritaði á dögunum samstarfssamning f.h. Seltjarnarnesbæjar við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) um Mat á vellíðan og námi leikskólabarna.
21.10.2015
Menningarhátíð sem verður minnst
Frábær þátttaka var á Menningarhátíð Seltjarnarness 2015 sem haldin var dagana 15. - 18. október og góður rómur gerður að metnaðarfullri dagskrá sem spannaði allt frá innhverfri morgunhugleiðslu að mögnuðum stórtónleikum.
12.10.2015
Nýtt þak á viðbyggingu við Mýró
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafa verið önnum kafnir við að skipta um þak á gömlu kennarabyggingu við Mýrarhúsaskóla.
12.10.2015
Hreyfing og gleði - Samstarf Gróttu og Leikskóla Seltjarnarness
Gleði og áhugi skýn úr hverju andliti þegar yngstu þátttakendurnir mæta í íþróttahúsið og taka þátt í hópefli og hreyfingu, starfi sem Gróttan hefur haldið úti í samstarfi við bæinn undan farin ár.
08.10.2015
Deiliskipulag Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.
Í gær átti skipulagshöfundur góðan fund með íbúum við Skólabraut þar sem farið var yfir núverandi stöðu og tillögur hans að breyttu skipulagi á Skólabrautinni sjálfri,.
25.09.2015
Metfjöldi í Skólaskjóli og Frístund
Um 160 nemendur í 1.-4. bekk eru nú skráðir í Skólaskjól 1. og 2. bekkjar og Frístund fyrir 3.og 4. bekkinga. Þetta er fjölgun um 30 nemendur frá fyrra ári, en þá hafði einnig fjölgað á milli ára.
23.09.2015
Nýstofnað Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi
Fyrsta stjórn nýstofnaðs Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi (FebSel) var kosin á þingi eldri borgara á Seltjarnarnesi í morgun. Hana skipa formaður Magnús Oddsson aðrir í stjórn eru Guðmar Marelsson, Hildur Guðmundsdóttir, Þorleifur Jónsson og Petrea Ingibjörg Jónsdóttir.