Seltjarnarnesbær veitti á dögunum fimleikadeild Gróttu veglegan styrk til að endurnýja gólf deildarinnar í fimleikasalnum í íþóttamiðstöðinni og einnig til að fjármagna ný áhöld.
Seltjarnarnesbær veitti á dögunum fimleikadeild Gróttu veglegan styrk til að endurnýja gólf deildarinnar í fimleikasalnum í íþóttarmiðstöðinni og einnig til að fjármagna ný áhöld. Gólfið sem um ræðir er svokallað áhaldafimleikagólf og býr yfir öðrum og betri eiginleikum en áður hefur þekkst á þessu sviði. Það mun nýtast til æfinga fyrir alla aldurshópa, ekki síst þá yngstu, en gamla gólfið var mikið slitið eftir áralanga notkun.
Flötur nýja gólfsins er 14 x 14 metrar eða tæpir 200 fm en það er framleitt hjá Jansen Fritzen í Hollandi. Tæplega 500 börn og unglingar af Seltjarnarnesi og höfuðborgarsvæðinu stunda reglubundnar æfingar hjá Gróttu og er ljóst að gólfið og nýju áhöldin munu koma sér að góðum notum í hinu öfluga starfi fimleikadeildarinnar.