Fara í efni

Grótta keppir um Íslandsmeistaratitilinn

Árangur Gróttu í handbolta kvenna hefur verið einstakur en í fyrsta sinn í sögu félagsins keppir liðið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Handknattleiksdeild Gróttu

Árangur Gróttu í handbolta kvenna hefur verið einstakur en í fyrsta sinn í sögu félagsins keppir liðið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld, þriðjudag 5. maí, en þá mætir Grótta Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi, heimavelli Gróttu.  


Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og eru Seltirningar hvattir til að fjölmenna á leikinn. Fyrir leik verða grillaðir hamborgarar og einnig verða léttar veitingar í boði.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?