Fara í efni

Fjölskyldudagur í Gróttu á sumardaginn fyrsta

Sumarkomunni á Seltjarnarnesi er fagnað með viðburðaríkum fjölskyldudegi í Gróttu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl frá kl. 14-16. Hátíðin höfðar til allra aldurshópa og fer fram víða um eyjuna úti sem inni. 
Fjölskyldudagur í Gróttu á sumardaginn fyrsta

Sumarkomunni á Seltjarnarnesi er fagnað með viðburðaríkum fjölskyldudegi í Gróttu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl frá kl. 14-16. Hátíðin höfðar til allra aldurshópa og fer fram víða um eyjuna úti sem inni.

Upplagt er að koma með skóflur og fötur til að leika sér með í fjörunni og krækja sér í furðuverur til að rannsaka undir leiðsögn líffræðinga í nýjum víðsjám í Fræðasetrinu.

Tímasett dagskrá:
Kl. 14-14:30 Barna- og fjölskyldujóga í fjörunni frá Jógasetrinu
Kl. 14:30-15 Trúbadorinn Pétur Örn Guðmundsson leikur og syngur í Albertsbúð
Kl. 15-16 Flemming Viðar Valmundsson þenur nikkuna undir berum himni


GróttudagurFjölskyldudagskrá frá kl. 14 - 16:

Albertsbúð:
  Flugdrekasmiðja fjölskyldunnar
  Vöfflu- og kaffisala 

 Vitavarðarhús:
  Andlitsmálun
  Fiskibeinahönnun Róshildar Jónsdóttur

Fræðasetur
Rannsóknarsmiðja fyrir börn á lífríki sjávarins 
Málverkasýning Brynju Grétarsdóttur
Vöfflu- og kaffisala

Gróttuviti:
  Vitaskoðun
  Getraun úr hljóðum náttúrunnar

Frjáls staðsetning:
  Ljósmyndakeppni - Sendið inn frumlega mynd frá hátíðinni á ljosmyndakeppni.selt@gmail.com.

Klukkan 13:30 verður boðið upp á helgistund í Albertsbúð.

Allir viðburðir eru ókeypis.
Samkvæmt flóðatöflu er opið út í eyjuna frá kl. 13:40 -17:40, en fært er út í eyjuna rúmlega það.
Björgunarsveitin Ársæll mun sjá um að ferja fólk sem ekki á auðvelt með að komast fótgangandi til og frá Gróttu.

Friðlandið Grótta er lokað allri umferð frá 1. maí til 15. júlí.

Gróttudagurinn 2015


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?