Fara í efni

Skólastarf á Seltjarnarnesi í fremstu röð

Árangur nemenda í 10. bekk grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla á samræmdum prófum sl. haust var með eindæmum góður. Samanburður við  árangur nemenda annarra sveitarfélaga liggur nú fyrir og niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi voru með hæstu meðaleinkunn í öllum samræmdum greinum,
GrunnskólabörnÁrangur nemenda í 10. bekk grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla á samræmdum prófum sl. haust var með eindæmum góður. Samanburður við  árangur nemenda annarra sveitarfélaga liggur nú fyrir og niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi voru með hæstu meðaleinkunn í öllum samræmdum greinum, þ.e. íslensku, stærðfræði og ensku. Í samanburðinum setja nemendur skólans Seltjarnarnesbæ í fyrsta sæti 39 sveitarfélaga með skóla fyrir aldurshópinn 1.-10. bekk og skólastærð yfir 320 nemendum. 

Útkoma nemenda skólans er talsvert fyrir ofan meðaltalsútkomu nemenda sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu í öllum greinum. Í 4. og 7. bekk liggja einnig fyrir niðurstöður sem ber að fagna. Fjórðubekkingar náðu besta árangri sem skólinn hefur mælst með í nokkurn tíma og nemendur í 7. bekk sýndu umtalsverðar framfarir á milli prófa.

Líðan nemenda er mikilvæg forsenda þess að árangur náist í náminu. Undanfarin ár hefur Grunnskóli Seltjarnarness tekið þátt í mælingum Skólapúlsins um líðan, virkni og skóla- og bekkjaranda. Niðurstöður á yfirstandandi skólaári eru afar jákvæðar.  Meðal þess sem mælist áberandi vel er líðan nemenda og trú þeirra á eigin getu auk þess sem sú vinna sem starfsfólk skólans hefur lagt í baráttu gegn einelti hefur tvímælalaust borið árangur. Ánægja nemenda af lestri hefur aukist til muna og er meðal þess sem best gerist og jákvæðni gagnvart hreyfingu hefur aukist á milli ára.

Líðan nemenda og árangur í námi eru það sem starf grunnskólans snýst um og kjarni skólastefnu Seltjarnarnesbæjar miðar að því að framkalla skóla í fremstu röð. Það er rík  ástæða til halda sig við staðreyndir sem liggja fyrir þegar fjallað er um skólastarf og geta þess þegar vel tekst til. Framangreindar niðurstöður eru sannanlega vitnisburður um gott skólastarf á Seltjarnarnesi. Nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?