Fara í efni

Sigursælir Seltirningar í Útsvari

Lið Seltjarnarness í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, hefur þegar skipað sér í fremstu röð keppenda. Föstudaginn 17. apríl fer fram síðari undanúrslitaviðureign keppninnar
Stefán Eríksson, Saga Ómarsdóttir og Karl Pétur JonssoLið Seltjarnarness í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, hefur þegar skipað sér í fremstu röð keppenda. Föstudaginn 17. apríl fer fram síðari undanúrslitaviðureign keppninnar en þar mun Seltjarnarnesbær etja kappi við nágranna sína í Reykjavík. 

Skemmst er að minnast þess að Seltjarnarnes tryggði sér áframhaldandi setu í keppninni þegar það lagði lið Ölfus að velli í æsispennandi viðureign. Ljóst er að Fljótsdalshérað verður annað þeirra liða sem keppir um Ómarsbjölluna eftir rúma viku en eftirvæntingin snýst um hvort liðið sitji hinum megin við borðið, Reykjavík eða Seltjarnarnes. 
Lið Seltirninga er skipað Karli Pétri Jónssyni ráðgjafa, Sögu Ómarsdóttur markaðsfulltrúa hjá Icelandair og Stefáni Eiríkssyni sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 

Keppnin fer fram í beinni útsendingu úr Sjónavarpssal og eru Seltirningar hvattir til að fjölmenna og hvetja sitt lið til sigurs.

Seltjarnarnesbær sendir keppendum sínum baráttukveðjur og óskar þeim góðs gengis í viðureigninni.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?