17.04.2015
Afkoma mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir hjá Seltjarnarnesbæ
Góð rekstrarniðurstaða og mun betri en samkvæmt fjárhagsáætlun
16.04.2015
Sigursælir Seltirningar í Útsvari
Lið Seltjarnarness í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, hefur þegar skipað sér í fremstu röð keppenda. Föstudaginn 17. apríl fer fram síðari undanúrslitaviðureign keppninnar
13.04.2015
Vellir koma illa undan vetri
Körfuboltavöllurinn við Valhúsaskóla hefur látið á sjá eftir einn versta vetur í manna minnum. Bæjaryfirvöld leggja sig fram um að hafa leiksvæði fyrir börn örugg
31.03.2015
Nýtt öldungaráð á Seltjarnarnesi
Á annað hundrað manns mættu á íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi sem fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðaði til í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 28. mars síðastliðinn.
31.03.2015
Öruggt Skjól
„Við leggjum áherslu á að starfið sé skipulagt þar sem starfsmenn og börn leitist við að móta faglegt, gott og heimilislegt andrúmsloft í skjólinu sem einkennist af virðingu og leikgleði“, segir Rut Hellenar, forstöðukona Skólaskjóls Grunnskóla Seltjarnarness
27.03.2015
Skólastarf á Seltjarnarnesi í fremstu röð
Árangur nemenda í 10. bekk grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla á samræmdum prófum sl. haust var með eindæmum góður. Samanburður við árangur nemenda annarra sveitarfélaga liggur nú fyrir og niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi voru með hæstu meðaleinkunn í öllum samræmdum greinum,
24.03.2015
Selkórinn hlýtur styrk til þriggja ára
Nýlega undirritaði Seltjarnarnesbær samning við Selkórinn um fjárhagslegan stuðning við kórinn til næstu þriggja ára
20.03.2015
Íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa
Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðar til þings laugardaginn 28. mars næstkomandi um málefni eldri bæjarbúa
16.03.2015
Hönnunarmars á Nesinu sló í gegn
Mikill fjöldi fólks naut opnunar Hönnunarmars á Seltjarnarnesi. Í Gallerí Gróttu var opnuð sýning á verkum systranna Höddu Fjólu Reykdal myndlistarmanns og Hlínar Reykdal skartgripahönnuðar.
11.03.2015
Álftapar í vetrarríki
Það eru fleiri en mannfólkið sem bíða óþreyjufullir eftir sumrinu, en ekki kæmi á óvart að þetta glæsilega álftapar væri að svipast um eftir góðum varpstað.
10.03.2015
Ástand gervigrasvallarins líður fyrir risjótt tíðarfar
Gervigrasvöllurinn við Suðurströnd er byggður með hitakerfi undir bæði keppnisvelli og æfingavelli. Hitakerfinu er fyrst og fremst ætlað að gera vellina frostfría og koma í veg fyrir að snjórinn/ísinn frjósi saman við yfirborð gervigrassins.