Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
13.01.2018

UPPTAKTURINN 2018 - Tónsköpunarverðlaun ungmenna

Nýverið var blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn snýst um að öll börn á aldrinum 10-15 ára á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíð óháð tónlistarstíl fyrir 12. febrúar nk.

Þetta er spennandi tækifæri fyrir unga fólkið okkar á Seltjarnarnesinu og foreldrar hvattir til að vekja athygli þeirra á verkefninu og skoða ítarlegar upplýsingar sem eru í boði.

13.01.2018

UPPTAKTURINN 2018 - Tónsköpunarverðlaun ungmenna

Nýverið var blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn snýst um að öll börn á aldrinum 10-15 ára á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíð algjörlega óháð tónlistarstíl fyrir 12. febrúar nk. Foreldrar eru eindregið hvattir til að vekja athygli sinna barna á Upptaktinum því þetta er í fyrsta sinn sem að ungmennum á Seltjarnarnesi gefst tækifæri til að vera með. Nánari upplýsingar hér í fréttinni auk þess sem kennarar í Tónlistarskólanum og starfsfólk í Frístundinni og Selinu geta veitt upplýsingar og aðstoð.
11.01.2018

Breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi hjá Seltjarnarnesbæ 1.1.2018

Frá 1. janúar n.k. breytast reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Tekjumörk breytast þannig að þau verða samræmd tekjumörkum almennra húsnæðisbóta. Það er hækkun á neðri tekjumörkum um tæplega 9% 
Hamingjuóskir til íþróttamanna Gróttu 2017
11.01.2018

Hamingjuóskir til íþróttamanna Gróttu 2017

Nýverið var valdi íþróttafélagið Grótta íþróttamenn ársins 2017 við hátíðlega athöfn. Lovísa Thompson handknattleikskonan öfluga var valin íþróttamaður Gróttu og Sóley Guðmundsdóttir 14 ára fimleikakona var valin íþróttamaður æskunnar.
10.01.2018

FARIÐ VARLEGA Í HÁLKUNNI!

Skilyrði á götum og gangstéttum bæjarins eru afar varasöm þessa dagana og því hvetjum við íbúa til að fara sérstaklega varlega. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar eru að salta og sanda út um allan bæ en skilyrðin breytast stöðugt. Mælum eindregið með því að fólk nýti sér mannbrodda sem fást um allt um þessar mundir.

03.01.2018

Jólatrén hirt 8. og 9. janúar nk.

Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 8. janúar og þriðjudaginn 9. janúar.

29.12.2017

Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20.30

Um leið og við óskum Seltirningum öllum gleðilegs nýs árs og færum þakkir fyrir árið sem er að líða vekjum við athygli á því að áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð. Kveikt verður í henni stundvíslega kl. 20.30. Seltjarnarnesbær stendur að vanda fyrir brennunni og flugeldasýningu auk þess að bjóða upp á fjöldasöng undir stjórn Hermanns Arasonar eins og hann hefur gert undanfarin rúm tuttugu ár eða svo. Vekjum einnig athygli á því að Seltjarnarneskirkja er með opið hús frá kl. 20.30-22.30 og býður upp á heitt súkkulaði, smákökur og tónlist. Sjáumst í hátíðarskapi á Valhúsahæð á gamlárskvöld og munum öll eftir hlífðargleraugunum!
29.12.2017

Áramótabrenna á Valhúsahæð á gamlárskvöld kl. 20.30

Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld ásamt flugeldasýningu og fjöldasöng. Kveikt verður í brennunni klukkan 20.30. Sjáumst í hátíðarskapi með hlífðargleraugun!
29.12.2017

Áramótabrenna á Valhúsahæð á gamlárskvöld kl. 20.30

Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld ásamt flugeldasýningu og fjöldasöng. Sjáumst í hátíðarskapi með hlífðargleraugun og athugið að kveikt verður í brennunni klukkan 20.30.
22.12.2017

Jóla- og nýjárskveðja

Seltjarnarnarnes bær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

21.12.2017

Bókun bæjarstjórnar tengt umræðu um kynferðislegt ofbeldi

Á fundi bæjarstjórnar 13. desember sl. samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun og vísaði til bæjarráðs til úrvinnslu.

Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

04.12.2017

Seltjarnarnes sigraði Reykjanesbæ í Útsvari 

Seltjarnarnes sigraði Reykjanesbæ með 21 stiga mun, 83-62, í Útsvari Ríkissjónvarpsins sl.föstudag.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?