UPPTAKTURINN 2018 - Tónsköpunarverðlaun ungmenna
Nýverið var blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn snýst um að öll börn á aldrinum 10-15 ára á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíð óháð tónlistarstíl fyrir 12. febrúar nk.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir unga fólkið okkar á Seltjarnarnesinu og foreldrar hvattir til að vekja athygli þeirra á verkefninu og skoða ítarlegar upplýsingar sem eru í boði.
UPPTAKTURINN 2018 - Tónsköpunarverðlaun ungmenna
Breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi hjá Seltjarnarnesbæ 1.1.2018
Hamingjuóskir til íþróttamanna Gróttu 2017
FARIÐ VARLEGA Í HÁLKUNNI!
Skilyrði á götum og gangstéttum bæjarins eru afar varasöm þessa dagana og því hvetjum við íbúa til að fara sérstaklega varlega. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar eru að salta og sanda út um allan bæ en skilyrðin breytast stöðugt. Mælum eindregið með því að fólk nýti sér mannbrodda sem fást um allt um þessar mundir.
Jólatrén hirt 8. og 9. janúar nk.
Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 8. janúar og þriðjudaginn 9. janúar.
Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20.30
Áramótabrenna á Valhúsahæð á gamlárskvöld kl. 20.30
Áramótabrenna á Valhúsahæð á gamlárskvöld kl. 20.30
Jóla- og nýjárskveðja
Seltjarnarnarnes bær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári