Fara í efni

Vorhreinsun 6. - 7. maí

Þessa helgi gefst bæjarbúum kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma sem staðsettir verða við Smábátahöfn, Lindarbraut (að norðan), Þjónustumiðstöð /áhaldahúsi Austurströnd 1 og bílaplani við Sæbraut
Vorhreinsun 2017Hreinsun á garðaúrgangi helgina 6. - 7. maí.

Þessa helgi gefst bæjarbúum kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma sem staðsettir verða við:

  • Smábátahöfn
  • Lindarbraut (að norðan)
  • Þjónustumiðstöð /áhaldahúsi Austurströnd 1
  • Bílaplani við Sæbraut
Seltjarnarnesbær hvetur bæjarbúa til að hreinsa lóðir sínar og þannig stuðla að snyrtilegum og hreinum bæ. Sýnum gott fordæmi og verum umhverfisvæn.

Moltukassar

Nýtið lífrænt efni sem til fellur í garðinum til jarðgerðar. Með því að búa til eigin moltu og nýta til ræktunar má spara sér innkaup á tilbúnum áburði.

Gróður á lóðum og lóðamörkum

Vanda þarf val á trjágróðri og trjám í görðum. Hávöxnum trjám má ekki planta nær lóðarmörkum en 4 metra. Svæði yfir götu, gangstéttar og stíga þarf að vera laust við greinar af trjá- og runnagróðri til að hindra ekki umferð gangandi eða hjólandi

Trjágróður við lóðamörk

Garðaverðlaun

Seltirningar  - við leitum eftir áliti þínu.

Umhverfisnefnd hefur í fjölda ára veitt viðurkenningar fyrir fagra garða, snyrtilegan frágang lóða, eldri uppgerð hús, götur og opin svæði. Einnig hafa verið veittar viðurkenningar fyrir falleg tré. 

Allar ábendingar eru vel þegnar og þeir bæjarbúar sem vilja koma ábendingum á framfæri er bent á að senda póst á netfangið postur@seltjarnarnes.is eða hafa samband við þjónustuver bæjarins í síma 595 9100 fyrir 23. júní 2017


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?