Anna Birna Jóhannesdóttir lætur nú af störfum sem kennari við Grunnskóla Seltjarnarness eftir 50 ára starf hjá Seltjarnarnesbæ. Af því tilefni færði Bjarni Torfi Álfþórsson, forseti bæjarstjórnar, Önnu Birnu gjöf fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar í kveðjuhófi sem haldið var henni til heiðurs þann 1. júní sl. Bæjarstjórn þakkar Önnu Birnu sérstaklega fyrir vel unnin störf við Grunnskóla Seltjarnarness f.h. Seltjarnarnesbæjar.
Anna Birna Jóhannesdóttir ásamt Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra og Baldri Pálssyni fræðslustjóra.
Anna Birna hóf fyrst störf hjá Seltjarnarnesbæ sem aðstoðarstúlka á leikjanámskeiðum bæjarins, en frá árinu 1971 hefur hún starfað sem grunnskólakennari í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla eða í alls 46 ár. Anna Birna er því mörgum Seltirningum að góðu kunn þar sem hún hefur í sumum tilvikum kennt tveimur ættliðum sömu fjölskyldu. Margir þekkja Önnu Birnu einnig sem mikla áhugamanneskju um náttúru Seltjarnarness, en hún hefur í mörg ár fylgst með gróðurfari og tekið myndir af öllum villtum plöntum sem hér finnast og miðlað Seltirningum af náttúruþekkingu sinni.