Fara í efni

Heilsuefling starfsfólks Seltjarnarnesbæjar, með appi SidekickHealth

Heilsuefling starfsmanna bæjarins stóð yfir frá dagana 27. apríl – 18. maí s.l. og tóku 150 starfsmenn þátt í leikunum í 18 liðum.

Ásgerður Halldórsdóttir og Kári EinarssonHeilsuefling starfsmanna bæjarins stóð yfir frá dagana 27. apríl – 18. maí s.l. og tóku 150 starfsmenn þátt í leikunum í 18 liðum.

Um leið og starfsfólk efldi heilsu sína þá safnaði það hreinu vatni fyrir börn í neyð með þátttöku sinni, en SidekickHealth og Seltjarnarnesbær styrktu UNICEF með vatnsgjöf í hlutfalli við virkni þátttakenda.

Alls söfnuðust 13.660 lítrar af hreinu vatni sem UNICEF kemur til barna í neyð.

Viðurkenningarskjöl voru afhent fyrir efstu þrjú liðin og þrjá stigahæstu einstaklingana á leikunum í heild sinni.

Úrslitin liðakeppnin:

1. sæti Tónlistarskólinn lið B sigraði liðakeppnina með 5.196 stig

2. sæti. Sundlaug með 5.031 stig

3. sæti. Leikskóli – Sólbrekka lið B í því þriðja með 4.949 stig

Gróa Kristjánsdóttir, Asgerður Halldórsdóttir og Sigurlaug Kr. BjarnadóttirÚrslitin einstaklings keppnin:

1.  sæti.  Gróa Kristjánsdóttir

2.  sæti.  Sigurlauk Kr. Bjarnadóttir

3.  sæti.  Milomir Gajic


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?