Fara í efni

Börnin bera virðingu fyrir umhverfinu

Kennslan í Mýró er ekki bara upp á bókina. Í góða veðrinu á dögunum leiðbeindu kennararnir Ásta Vilhjálmsdóttir og Ásdís Jóna Arnkelsdóttir nemendum um flokkun á sorpi.

Kennslan í Mýró er ekki bara upp á bókina. Í góða veðrinu á dögunum leiðbeindu kennararnir Ásta Vilhjálmsdóttir og Ásdís Jóna Arnkelsdóttir nemendum um flokkun á sorpi. 

Nemendur tóku til á leiksvæðinu í kringum Mýró og kennarnir leiðbeindu þeim um hvernig greina ætti sorpið í sundur; hvað væri lífrænt, hvað plast og svo framvegis.

Ásta Vilhjálmsdóttir og Ásdís Jóna Arkelsdóttir ásamt nemendurm í Grunnskóla Seltjarnarness

Á myndinni sjást þær Ásta og Ásdís ásamt áhugasömum nemendum sem tóku þátt í þessu verðuga verkefni og lærðu um leið mikilvægi þess að bera virðingu fyrir umhverfinu. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?