Framkvæmdir við íþróttamiðstöð komnar á fullt
Þingmenn í heimsókn
Fanney Hauksdóttir og Lovísa Thompson fyrstar til að hljóta styrk úr Afreksmannasjóði Seltjarnarness!
Við útnefningu íþróttamanns og konu Seltjarnarness nú í janúar var úthlutað í fyrsta sinn úr Afreksmannasjóði Seltjarnarness
Elín Jóna og Aron Dagur íþróttakona og maður á Seltjarnarnesi 2017
Friðrik Karlsson bæjarlistamaður Seltjarnarness 2018
Seltjarnarnesbær áfram í Útsvari
Seltjarnarnes sigraði Vestmannaeyjar í Útsvari á föstudagskvöldið og er því áfram í keppninni á milli sveitarfélaga landsins. Sendum hamingjuóskir til þeirra Karls Péturs, Sögu og Stefáns sem skipa lið Seltjarnarness og Seltirningar munu fylgjast spenntir með í næstu umferð.
SAMIÐ VAR VIÐ MUNCK Á ÍSLANDI UM STÆKKUN OG ENDURBÆTUR ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVARINNAR
Undirritaður var verksamningur milli Munck og Seltjarnarnesbæjar um stækkun og endurbætur á íþróttamiðstöð bæjarins þann 16. janúar síðasliðinn. Auk íþróttasalar fyrir fimleika verður byggð búningsaðstaða, þreksalur, áhaldageymsla, betrumbætt anddyri og fleira sem tengist íþróttaiðkun.
MERKUR ÁFANGI í Tónlistarskólanum!
Mælt er með því að viðkvæmir sjóði vatn á Seltjarnarnesi
Heilbrigðiseftirlit Kjósarhrepps mælir með því að neysluvatn verði soðið fyrir viðkvæma í þeim hverfum þar sem jarðvegsgerlar hafa fundist í auknu mæli í neysluvatni þ.m.t. á Seltjarnarnesi. Ekki er þó talin hætta á ferð og óhætt er að drekka vatnið ósoðið. Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu sem birt hefur verið á vef RÚV og mbl.is. í kvöld.
http://ruv.is/frett/jardvegsgerlar-i-vatni-a-seltjarnarnesi
Neysluvatnið er öruggt skv. tilkynningu Landlæknisembættisins
Embætti Landlæknis hefur nú fyrir skömmu gefið út tilkynningu þess efnis að neysluvatnið á höfuðborgarsvæðinu m.a. á Seltjarnarnesi sé öruggt og að ekki þurfi að sjóða það sérstaklega fyrir neyslu. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item34005/Neysluvatn-a-hofudborgarsvaedinu-er-oruggt
STÖÐUG SÝNATAKA ÚR NEYSLUVATNINU NÆSTU DAGA
Opið bókhald - Seltjarnarnes sýnir ráðstöfun skatttekna á vefnum
Bókhald Seltjarnarnesbæjar var opnað í dag mánudag með aðgengilegri veflausn á heimasíðu bæjarins. Það þýðir að íbúar geta nú skoðað hvernig sköttunum er helst skipt upp og ráðstafað, hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra.