Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
24.11.2016

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 23. nóvember. Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu við bæjarfulltrúa Samfylkingar og Neslista í bæjarstjórn Seltjarnarness.

08.11.2016

Félagslegar leiguíbúðir

Að gefnu tilefni vill Seltjarnarnesbær koma því á framfæri að bæjarfélagið á 15 félagslegar leiguíbúðir sem leigðar eru fólki með bágan fjárhag og erfiðar félagslegar aðstæður. 
Röð menningarviðburða í Bókasafni Seltjarnarness
28.10.2016

Röð menningarviðburða í Bókasafni Seltjarnarness

Í næstu viku hefur verið skipulögð fjölbreytt menningardagskrá í Bókasafni Seltjarnarness. Af ýmsu eru að taka og ættu allir að finna þar eitthvað hafa við sitt hæfi
Seltjarnarnesbær styður landsliðsfólk í hópfimleikum á EM
05.10.2016

Seltjarnarnesbær styður landsliðsfólk í hópfimleikum á EM

Í dag sendi bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, áskorun til kollega sinna, þá Haraldar Líndal Haraldssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ um að leggja landsliðsfólki í hópfimleikum lið og taka þátt í átaki þeirra Vertu mEMm
Slökkt á götulýsingu vegna norðurljósaspár
28.09.2016

Slökkt á götulýsingu vegna norðurljósaspár

Í kvöld verður slökkt á götulýsingu á Seltjarnarnesi svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið í kvöld og nótt. 
Endurvinnsla á plasti tvöfaldast á Seltjarnarnesi
15.09.2016

Endurvinnsla á plasti tvöfaldast á Seltjarnarnesi

Íbúar á Seltjarnarnesi hafa aukið plastsöfnun til muna það sem af er ári. Bæði hefur safnast meira í grenndargám við Eiðistorg, miðað við síðasta ár, og hluti íbúa nýtir sér sérstaka plastpoka fyrir plastumbúðir sem mega fara í heimilistunnuna.
Umhverfisviðurkenningar 2016
02.09.2016

Umhverfisviðurkenningar 2016

Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2016 voru veittar fimmtudaginn 11. ágúst síðastliðinn.
01.09.2016

Nýtt kurl á öllum völlum Seltjarnarnesbæjar

Bæjarráð Seltjarnarness samþykkti fyrir nokkru að skipta út kurli á öllum sparkvöllum bæjarins. Ráðist var í framkvæmdina þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að sýna fram á það með óyggjandi hætti að gúmmíefnið hafi verið skaðlegt
Samningur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu
01.09.2016

Samningur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu

Í dag, fimmtudaginn 1. september, var undirritaður nýr rekstrarsamingur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu sem mun gilda til reynslu út árið 2018
Gleðin í fyrirrúmi á bæjarhátíðinni
31.08.2016

Gleðin í fyrirrúmi á bæjarhátíðinni

Gleðin var við völd á Seltjarnarnesi um síðustu helgi þegar bæjarhátíð Seltjarnarness fór fram. Þetta var í þriðja sinn sem hún var haldin en hátíðin í  ár var sú umfangsmesta og fjölbreytt dagskrá á boðstólnum
Trönurnar reistar að nýju
25.08.2016

Trönurnar reistar að nýju

Trönurnar við Snoppu hafa löngum þótt eitt af merkari kennileitum bæjarins og verður fengur af því að fá þær aftur á sinn stað en í gær var hafist handa við að endurreisa þær. 
11.08.2016

Bæjarhátíð Seltjarnarness 26. – 28. ágúst 2016

Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 25. – 28. ágúst nk.  Hvetjum Seltirninga til að taka daginn frá og skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?