Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg. flokki.
16.10.2017

Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg. flokki.

Fann­ey Hauks­dótt­ir varði Evr­ópu­meist­ara­titil sinn í bekkpressu í -63 kg. flokki á La Manga á Spáni á laug­ar­dag­inn.
13.10.2017

Bæjarskrifstofur Seltjarnarness lokaða eftir hádegi

Bæjarskrifstofur Seltjarnarness eru lokaðar í dag frá kl. 12:00 vegna jarðarfarar Sigurgeirs Sigurðssonar fyrrum bæjarstjóra

Nýr sviðstjóri menningar- og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ
12.10.2017

Nýr sviðstjóri menningar- og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ

María Björk Óskarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra menningar- og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ.
06.10.2017

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í Útsvari hafa verið valdir

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga 2017 til 2018 hjá RÚV, verða reynsluboltarnir Karl Pétur Jónsson, Saga Ómarsdóttir og  Stefán Eiríksson. Öll hafa þau keppt áður fyrir hönd Seltjarnarnebæjar.
Forvarnardagurinn 2017 haldinn í Valhúsaskóla
05.10.2017

Forvarnardagurinn 2017 haldinn í Valhúsaskóla

Forvarnardagurinn 2017 var haldinn í Valhúsaskóla miðvikudaginn 4. okt.  Nemendur í 9. bekk skólans söfnuðust saman af því tilefni á bókasafni skólans og tóku virkan þátt í dagskránni
05.10.2017

MENNINGARHÁTÍÐ SELTJARNARNESS - FJÖLBREYTT DAGSKRÁ

Menningarhátíð Seltjarnarness fer í gang með stæl fimmtudaginn 12. október, með sýningaropnunum í Gallerí Gróttu og á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin mun svo standa fram á sunnudag með margvíslegum viðburðum þar sem allir bæjarbúar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
Sigurgeir Sigurðsson
04.10.2017

Sigurgeir Sigurðsson

Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni þriðjudagsins 3. október, 82 ára að aldri
22.09.2017

Lýðheilsuganga FÍ á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnesbær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Alla miðvikudaga í september getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land.  Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu

04.09.2017

Lýðheilsugöngur á Seltjarnarnesi í september

Seltjarnarnesbær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Alla miðvikudaga í september getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land.
Jón Jónsson og Frikki Dór fóru á kostum í Brekkunni
30.08.2017

Jón Jónsson og Frikki Dór fóru á kostum í Brekkunni

Gleðin var  svo sannarlega við völd á Seltjarnarnesi um síðustu helgi þegar bæjarhátíð Seltjarnarness fór fram. Þetta var í fimmta sinn sem hún var haldin en hátíðin í  ár var sú umfangsmesta og dagskráin aldrei verið fjölbreyttari. Enn og aftur var metþátttaka og veðrið var með ágætasta móti alla helgina.
Frumlegasta húsaskreytingin í ár í Bláa hverfinu
28.08.2017

Frumlegasta húsaskreytingin í ár í Bláa hverfinu

Í Appelsínugulu messunni þar sem sr. Bjarni Bjarnason þjónaði, var kunngert hvaða hús hlaut titilinn frumlegasta húsaskreytingin á Bæjarhátíð Seltjarnarness 2017 og hvaða gata var valin með flottustu götuskreytinguna. 
21.08.2017

Bæjarhátíð Seltjarnarness 25.-27. ágúst 2017

Dagskrá Bæjarhátíðar Seltjarnarness hefur litið dagsins ljós og nú er lag fyrir bæjarbúa að setja sig í stellingar og hefja undirbúning að fullum krafti fyrir hverfagrillin. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?