Í byrjun júní hófst sumarstarf barna á Seltjarnarnesi með pompi og prakt. Boðið er upp á fjögur námskeið í sumar en í ár verður sú breyting að leikjanámskeiðin fara í frí frá 24. júlí – 7. ágúst og síðasta námskeiðið verður því haldið 8. – 18. ágúst.
Í byrjun júní hófst sumarstarf barna á Seltjarnarnesi með pompi og prakt.
Boðið er upp á fjögur námskeið í sumar en í ár verður sú breyting að leikjanámskeiðin fara í frí frá 24. júlí – 7. ágúst og síðasta námskeiðið verður því haldið 8. – 18. ágúst. Þessi breyting hefur mælst vel fyrir. Eins og síðustu ár er boðið uppá þrenns konar námskeið; leikja- og ævintýranámskeið, Survivor námskeið og smíðavöll.
Leikja- og ævintýranámskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og mikið er lagt upp úr að dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg. Við á leikjanámskeiðinu erum dugleg að nýta það sem nærumhverfið hefur upp á að bjóða. Fjöruferðir, rólóferðir og leikir í náttúrunni er meðal þess sem gert er, en einnig er farið í lengri ferðir til dæmis í náttúrufræðisetur Kópavogs og á Árbæjarsafn.
Survivor námskeiðið sem er fyrir 10 – 13 ára slær alltaf í gegn. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hafa nokkra fasta dagskrárliði, svo sem vatnsstríð og ógeðskeppni en útilegan stendur alltaf upp úr hjá börnum jafnt sem starfsfólki. Í ár er farið á Akranes í útilegu og gist í eina nótt. Grill og gleði, leikir og söngur einkenna útilegurnar í sumar líkt og síðustu ár.
Á smíðavellinum hafa kofarnir sprottið upp hver á fætur öðrum. Metnaður og vinnusemi einkenna krakkana á smíðavellinum sem er fyrir 8 ára og eldri. Börnin hafa einnig verið dugleg að taka sér frí frá smíðastörfum til að fara í ýmsa leiki
Námskeiðin hafa verið mjög vel sótt í sumar og gleðin hefur verið allsráðandi bæði hjá börnum og starfsmönnum. Við erum gríðarlega ánægð með hvað allt hefur gengið vel og hlökkum til næstu námskeiða.