Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 25. – 27. ágúst næstkomandi. Seltirninga eru hvattir til að taka helgina frá og skreyta hverfið sín, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit. Einnig eru bæjarbúar hvattir til að flagga meðan á hátíðarhöldum stendur og tilvalið er að flagga fána í sínum hverfalit. I lok hátíðarhaldana verða veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir frumlegustu húsaskreytinguna árið 2017 og flottustu götuskreytinguna árið 2017.
Skemmtilegar hefðir hafa myndast í kringum hátíðina þar sem íbúar taka hverfa taka sig saman og standa fyrir sameiginlegum viðburðum í sínu hverfi meðan á hátíðinni stendur, svo sem vöfflu- og pönnukökukaffi, götugrilli og hverfaskemmtun fyrir ball. Fyrirtæki og stofnanir bæjarins munu taka þátt með ýmsum hætti í bæjarhátíðinni og leggja sitt af mörkum til að gera hana enn glæsilegri.
Dagskrá hátíðarinnar hefur aldrei verið fjölbreytari og allir íbúar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal viðburða má finna Brekkusöng í Plútóbrekku sem enginn annar enn Jón Jónsson söngvari mun stýra, sundlaugarpartý í Sundlaug Seltjarnarness í samstarfi við World Class, hjólareiðaferð, skemmtiskokk og Íþróttafélagið Grótta mun halda Gróttudaginn hátíðlegan með ýmsum viðburðum og leikur meistaraflokks karla í knattspyrnu sem nú eru í fyrstu deild mun fara fram á heimavelli Grótta gegn Þór klukkan þrjú á laugardeginum.
Stuðball Gróttu verður á sínum stað á laugardagskvöldinu. Appelsínugula messan verður á sínum stað og þar verða meðal annars veittar viðurkenningar fyrir frumlegustu húsaskreytinguna og fyrir flottustu götuskreytinguna. Golfklúbburinn NES mun standa fyrir barnagolfmóti á sunnudeginum. Ýmislegt fleira verður í boði og er dagskráin óðum að taka á sig skemmtilega mynd.