Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
10.01.2019

Vigdísarholt ehf. mun reka hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi

Heilbrigðisráðherra hefur samið við Vigdísarholt ehf., einkahlutafélag í eigu ríkisins um rekstur á nýja hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi en skrifað var undir viljayfirlýsingu þeirra á milli í dag.

03.01.2019

Jólatrén hirt 7. og 8. janúar nk.

Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 7. janúar og þriðjudaginn 8. janúar. Utan þess tíma er íbúum góðfúslega bent á SORPU.

28.12.2018

Áramótabrennan verður kl. 20.30 á Gamlárskvöld

Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld, 31.desember og verður kveikt í henni stundvíslega kl. 20.30. Að auki verður fjöldasöngur og flugeldasýning.
HVAÐ Á HJÚKRUNARHEIMILIÐ AÐ HEITA?
14.12.2018

HVAÐ Á HJÚKRUNARHEIMILIÐ AÐ HEITA?

Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi sem stendur til 6. janúar 2019 og eru íbúar hvattir til að taka þátt. 
Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi
03.12.2018

Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi.
21.11.2018

Seltjarnarnesbær gerist Heilsueflandi samfélag!

Það er gaman að segja frá því að fyrir skömmu varð Seltjarnarnesbær formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar að Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í húsnæði Vivaldi vallarins á Seltjarnarnesi.

Stækkun íþróttamiðstöðvar
14.11.2018

Stækkun íþróttamiðstöðvar

Framkvæmdir við íþróttamiðstöð ganga vel og eru á áætlun.
07.11.2018

Umhverfisviðurkenningar árið 2018

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í ár fjórar umhverfisviðurkenningar þ.e. fyrir garð, tré og götu ársins sem og fyrir endurbætur á eldra húsnæði. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar fimmtudaginn 18. október sl.

26.10.2018

Stjórnvöld tryggi óbreyttan rekstur Bjargs

„Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar telur réttast að ríkið semji áfram við Hjálpræðisherinn um rekstur vistheimilisins Bjargs eða annan aðila með sérþekkingu á geðheilbrigðisþjónustu.“ Þetta kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra sem lagt var fram á fundi bæjarráðs þann 15. október síðastliðinn.

22.10.2018

Öryggismyndavélum verður fjölgað á Seltjarnarnesi

Föstudaginn 19. október sl. undirrituðu Seltjarnarnesbær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. undir samning um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi á Seltjarnarnesi. 

17.10.2018

Rauntímateljari kominn upp við göngu- og hjólastíg á Norðurströndinni

Settur hefur verið upp rauntímateljari við göngu- og hjólastígana á Norðurströndinni til móts við bensínstöðina og er um að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnresbæjar
11.10.2018

Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnresbæjar

Til upplýsinga þá hefur nú verið gefin út ný og uppfærð umferðaröryggisáætlun fyrir Seltjarnarnesbæ fyrir árin 2018-2022. 
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?