Fara í efni

Málefni eldri kynslóðarinnar

Nýr formaður Landssambands eldri borgara (LES), Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem um árabil hefur unnið ötullega að málefnum eldri kynslóðarinnar, var gestur á 6. fundi Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) 29. júní síðast liðinn

Nýr formaður Landssambands eldri borgara (LES), Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem um árabil hefur unnið ötullega að málefnum eldri kynslóðarinnar, var gestur á 6. fundi Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) 29. júní síðast liðinn. Hafði henni verið boðið að ræða þar um "Meinlegustu vandamál eldri borgara, sem stjórnvöld geta leyst" og gerði hún efninu prýðileg skil, m.a. hvernig þörf er á skjótum lagfæringum nýrrar löggjafar um almannatryggingar, til þess að draga úr skerðingum á greiðslum trygginganna og koma í veg fyrir að ráðstafanir stjórnvalda letji í stað þess að örva eldri borgara að halda áfram þörfu heilsueflandi starfi og bæta um leið efnahag sinn.  

Að ÖS-fundinum loknum var Þórunni boðið að skoða framkvæmdir við nýja hjúkrunarheimilið á Norðurtúni í fylgd Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra og Snorra Aðalsteinssonar félagsmálafulltrúa, ásamt ÖS fulltrúum. Mikill kraftur er í byggingarframkvæmdunum og því góðar horfur á að þeim ljúki á áætluðum tíma síðla árs 2018.

Birgir Vigfússon, Hildigunnar Gunnarsdóttir, Magnús Oddsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Egilsson og Ásgerður Halldórsdóttir

Á myndinni, sem tekin var þar sem hjúkrunarheimilið er að rísa, eru (f.v.): Birgir Vigfússon, fulltrúi Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi (FebSel) í ÖS, Hildigunnar Gunnarsdóttir, fulltrúi bæjarstjórnar í ÖS, Magnús Oddsson, formaður FebSel og fulltrúi félagsins í ÖS, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Egilsson, formaður ÖS af hálfu bæjarstjórnar, og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Þóra Einarsdóttir, sem einnig á sæti í ÖS fyrir FebSel, var stödd erlendis. Snorri Aðalsteinsson tók myndina.

Ólafur Egilsson, formaður Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?