Fara í efni

Gleðin skein úr hverju andliti

Um tvö þúsund þjóðhátíðargestir fylltu Bakkagarð á sautjánda júní hátíðarhöldum sem fóru fram þar í fimmta sinn í sögu bæjarins. Góður rómur var gerður að hátíðarhöldunum sem voru með þeim veglegri í ár

Um tvö þúsund þjóðhátíðargestir fylltu Bakkagarð á sautjánda júní hátíðarhöldum sem fóru fram þar í fimmta sinn í sögu bæjarins. Góður rómur var gerður að hátíðarhöldunum sem voru með þeim veglegri í ár. Sjaldan hefur hátíðin skartað jafn stórum nöfnum í tónlistarsenunni og sviðið aldrei verið stærra. 

Leiktækjum var fjölgað og öll endurnýjuð. Frítt var í öll tæki auk þess sem frítt var í vatnabolta, loftbolta og hestateymingar. Skrúðgangan lagði af stað frá Leikskólanum við Suðurströnd þar sem börnin höfðu skreytt umhverfið með litríkum listaverkum. 

Bærinn var skreyttur hátt og lágt og var hátíðardagskráin sniðin að íbúum á öllum aldri. Þrátt fyrir rigningadembur var gleðin við völd og gleðin skein úr hverju andliti.

17. júní 2017 17. júní 2017

17. júní 2017 17. júní 2017

17. júní 2017 17. júní 2017

17. júní 2017 17. júní 2017

17. júní 2017 17. júní 2017 17. júní 2017

17. júní 2017 17. júní 2017 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?