Fara í efni

Nýtt fuglaskoðunarhús á Seltjarnarnesi

Nýlega var lögð lokahönd á gerð fuglaskoðunarhúss við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Húsið fellur vel að landslaginu og hentar almenningi og grunnskólanemum á Seltjarnarnesi og víðar vel við fuglaskoðun og rannsóknir

Nýlega var lögð lokahönd á gerð fuglaskoðunarhúss við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Húsið fellur vel að landslaginu og hentar almenningi og grunnskólanemum á Seltjarnarnesi og víðar vel við fuglaskoðun og rannsóknir, en Bakkatjörn er einstök hvað varðar fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins kring. 

Húsið er einnig kjörið fyrir fuglaáhugamenn og ljósmyndara hvaðan æva að en hönnnun þess býður upp á fyrsta flokks aðstöðu til að koma sér vel fyrir og sæta færis fyrir rétta myndaaugnablikið.

Staðsetning hússins er nálægt bakkanum og veitir góða yfirsýn yfir Bakkatjörn þar sem fjöldi vaðfugla heldur til.


Fuglaskoðunarhús við Bakkatjörn

Fuglaskoðunarhús við Bakkatjörn



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?