Fara í efni

Vel heppnuð ritsmiðja með Þorgrími

Börn í námskeiðinu ER SAGA Á BAK VIÐ ALLA SKAPAÐA HLUTI? taka við viðurkenningu frá Þorgrími Þráinssyni fyrir góða frammistöðu í námskeiðinu sem haldið var í júní í Bókasafni Seltjarnarness. 

Börn í námskeiðinu ER SAGA Á BAK VIÐ ALLA SKAPAÐA HLUTI? taka við viðurkenningu frá Þorgrími Þráinssyni fyrir góða frammistöðu í námskeiðinu sem haldið var í júní í Bókasafni Seltjarnarness. 

Þorgrímur var afar ánægður með námskeiðið og sagði að þar byggju margir efnilegir rithöfundar. Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hefur reglulega haldið námskeið í ritlist fyrir börn sem fullorðna og hvatt þau til að virkja ímyndunaraflið. Til að skrifa sögu þarf fræðslu, næði, frjótt ímyndunarafl og smávegis af hugrekki. 

Þorgrímur leiðbeindi börnunum um hvernig maður skapar persónur, spinnur söguþráð og virkjaði þannig börn og unglinga til verka. Unnið var á bókasafninu, úti í náttúrunni og á fleiri stöðum. 

Námskeiðið var fyrir börn á aldrinum 9-13 ára sem búsett eru á Seltjarnarnesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Þátttakendur í ritsmiðju Þorgríms Þráinssonar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?