Fara í efni

Fjölmenni á Jónsmessuhátíð

Sjaldan hefur verið eins góð þátttaka í Jónsmessuhátíð Seltirninga og núna en ríflega 100 manns tóku þátt í hinni árlegu hátíð sem fram fór 21. júní á vegum menningarsviðs bæjarins.

Sjaldan hefur verið eins góð þátttaka í Jónsmessuhátíð Seltirninga og núna en ríflega 100 manns tóku þátt í hinni árlegu hátíð sem fram fór 21. júní á vegum menningarsviðs bæjarins. Ferðalag jarðar um sólina og samtal við jurtir var meginþemað að þessu sinni.

Gangan hófst við Hákarlahjallinn við Norðurströnd þar sem SIgurður Konráðsson bauð upp á hákarl og íslenskt brennivín.

Sævar Helgi Bragason leiddi gönguna og fræddi gesti um sólina, sólstöður og ferðalag jarðar um stjörnuna okkar.

Lilja Sigrún Jónsdóttir fór yfir helstu tegundir lækningajurta í Urtagaðinum í Nesi.

í Nesstofu bauð Sigríður Nanna Gunnarsdóttir sýningarstjóri upp á leiðsögn um myndlistarsýninguna List Officinalis og að lokum var boðið upp á þjóðlegar veitingar á þaki Lækningaminjasafn og fróðlegri sólarskoðun með Sævari í gegnum sérstaka sólarsjónauka. Húlladúllan og Kammerkór Seltjarnarness slógu svo botninn í þetta frábæra kvöld með söng og eldhúllagleði.

Jónsmessuganga 2017 17. júní 2017

Jónsmessuganga 2017 Jónsmessuganga 2017

Jónsmessuganga 2017 Jónsmessuganga 2017

Jónsmessuganga 2017 Jónsmessuganga 2017



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?