Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti þann 25. október 2004 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001, Hrólfsskálamelur/ Suðurströnd með þeim breytingum að heildarfjöldi íbúða á öllu svæðinu er lækkaður úr 180 í 150 og að hámarksnýtingarhlutfall (NH) á svæði við Suðurströnd er lækkað úr 0,85 í 0,7 (bílageymslur neðanjarðar ekki meðtaldar).
Tillagan var auglýst og lá fram til kynningar á bæjarskrifstofum Seltjarnarness og á bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi frá 23. júlí til 20. ágúst sl. Athugasemdafrestur rann út þann 3. september sl. Athugasemdir og ábendingar bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og mun senda þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína.
Hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar
geta snúið sér til byggingar- og skipulagsfulltrúans á Seltjarnarnesi.