Í tilefni af þrjátíu ára afmæli Tónlistarskóla Seltjarnarness verður haldið landsmót strengjaleikara hér í bæ helgina 22. – 24. október n.k.
Í tilefni af þrjátíu ára afmæli Tónlistarskóla Seltjarnarness verður haldið landsmót strengjaleikara hér í bæ helgina 22. – 24. október n.k.
Undirbúningur hefur staðið yfir undanfarna mánuði og eigum við von á rúmlega 200 strengjanemendum víðsvegar af landinu á aldrinum 7 – 18 ára.
Æft verðu af kappi undir stjórn tónlistarkennara frá tónlistarskólum í Kópavogi, Reykjanesbæ og Seltjarnarnesi. Mótinu lýkur með tónleikum sem haldnir verða í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 24. október kl. 14:00.