Fara í efni

Gott gengi Fimleikadeildar Gróttu

Þorramót í fimleikum var haldið 25. febr. sl. í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Var það fyrsta mót ársins í frjálsri gráðu. Grótta sendi 6 stúlkur á það mót.

Fimleikadeild Gróttu 3. þrepÞorramót í fimleikum var haldið 25. febr. sl. í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Var það fyrsta mót ársins í frjálsri gráðu. Grótta sendi 6 stúlkur á það mót. Keppt var í tveimur aldurshópum hjá stúlkunum. Í unglingaflokki 15 ára og yngri lenti Fanney Hauksdóttir í 3ja sæti samanlagt. Í eldri flokk sigraði Sif Pálsdóttir en hún varð jafnframt hæst yfir mótið og Hera Jóhannesdóttir varð í 3ja sæti.

Fimleikadeild Gróttu 4. þrepBikarmót FSÍ í hóp- og áhaldafimleikum var haldið á Seltjarnarnesi dagana 4.-6. mars sl. en fimleikadeild Gróttu var mótshaldari. 

Grótta átti lið í meistaraflokki, 3ja og 5. þrepi stúlkna og 4. þrepi pilta. Hörð og skemmtileg keppni var í öllum þessum hópum og varð Grótta bikarmeistari í 3ja þrepi. Meistaraflokkurinn  og Fimleikadeild Gróttu 5. þrep5. þrepið varð í öðru sæti. Strákarnir lentu í 4. sæti sem er góður árangur en þeir eru að taka þátt í bikarkeppni í fyrsta skipti.

Grótta átti stigahæstu einstaklingana í meistaraflokki, Fimleikadeild Gróttu - MeistaraflokkurSif Pálsdóttur og Helgu Kristínu Einarsdóttur í 5. þrepi. Domínó Belany varð í öðru sæti í 3ja þrepi.

Framundan er Íslandsmót þann 12. mars. og helgina 18.-.20 mars verður keppt í hóp- og áhaldafimleikum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?