Fara í efni

Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2004 eru Páll Þórólfsson og Harpa Snædís Hauksdóttir.

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 24. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS).

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 24. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss  viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því.

Tilnefnd til íþróttamanns Seltjarnarness fyrir árið 2004 voru: Gunnar Sigurðsson – fimleikar, Eva Hannesdóttir – sund, Eva Margrét Kristinsdóttir – handknattleik, Daði Elíasson – knattspyrna, Páll Þórólfsson – handknattleik og Harpa Snædís Hauksdóttir – fimleikar. Fyrir valinu urðu Páll Þórólfsson og Harpa Snædís Hauksdóttir.     

Íþróttamenn ársins 2004: Harpa Snædís Hauksdóttir og Páll Þórólfsson

Páll hefur verið burðarás handknattleiksliðs Gróttu-KR um árabil og lék með öllum landsliðum HSÍ og á 15 A-landsleiki.  Áður lék Páll með sigursælu liði Aftureldingar sem tók þátt í Evrópukeppnum með góðum árangri.

Harpa Snædís er í meistarahópi fimleikadeildar Gróttu sem hafa orðið bikarmeistarar í liðakeppni FSÍ síðastliðin tvö ár.  Þá hefur Harpa hlotið marga titla í einstaklingskeppnum fyrir Gróttu.  Hún hefur verið í landsliði FSÍ undanfarin fimm ár og tekið þátt í mörgum mótum erlendis fyrir Íslands hönd.

Afreksstyrk ÆSÍS fengu Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Jónatan Arnar Örlygsson.

Ásamt kjöri íþróttamanns ársins voru veittar viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sem t.d. hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum sinnar íþróttagreinar.

Íþróttamenn ársins 2004: Ungt og upprennandi íþróttafólk

Einnig voru Íslands- deildar og bikarmeistarar, bæði í 4. og unglingaflokki heiðraðir ásamt bikarmeisturum fimleikadeildar afhendar rósir fyrir þennan frábæran árangur.

Íþróttamenn ársins 2004: Bikarmeistarar í fimleikum og handknattleik

Síðast en ekki síst voru það ungir og efnilegir sem fengu viðurkenningar og var það yngsti aldurshópurinn sem var heiðraður. 

Íþróttamenn ársins 2004: Ungt og efnilegt íþróttafólk

Alls voru 26 einstaklingar heiðraðir að þessu sinni.

Mikið og öflugt íþróttastarf fer fram á Seltjarnarnesi. Það er stýrt af stórum hópi sjálfboðaliða allra deilda sem eyða ótæpilegum tíma til þess að efla íþróttamenningu bæjarins.  ÆSÍS þakkar öllu stjórnarfólki samstarfið í þeirra óeigingjarna starfi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?