Grant Thornton endurskoðun skilaði á dögunum greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2003 og er þetta í þriðja sinn sem slík greinargerð kemur frá fyrirtækinu. Í greinargerðinni segir að sem fyrr einkenni stöðugleiki rekstur bæjarins og að fjárhagsstaða bæjarins sé traust. 3% fækkun íbúa frá 1998 kunni þó að vera áhyggjuefni en áframhald slíkrar þróunar sé líkleg til að veikja stöðu bæjarins að öðru óbreyttu.
Íbúaþróun: Seltjarnarnes, Reykjavík, landið allt
Fram kemur að skuldir bæjarins hafi lækkað úr 96 þúsund á íbúa í árslok 2002 niður í 83 þúsund í árslok 2003. Þetta er lægri skuldastaða en þekkist meðal sambærilegra sveitarfélaga og gæti bærinn greitt upp nettóskuld sína 3,9 árum miðað við óbreyttan rekstur á meðan samanburðasveitarfélög væru 4,6 – 23,9 ár að greiða upp nettóskuldir sínar miðað við sama mælikvarða.
Nettóskuldir pr. íbúa
Veltufjárhlutfall bæjarins styrkist verulega milli ára og var í árslok 2003 orðið 1,24 sem er vel yfir lágmarksmörkunum sem miðast við 1,0. Peningaleg staða sveitarfélagsins er með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga. Í árslok 2003 var peningaleg staða bæjarsjóðs jákvæð upp á 64 þúsund krónur á íbúa. Veltufé frá rekstri á árinu nam rúmum 140 milljónum króna.