Fara í efni

Góð frammistaða Gróttu stúlkna á Íslandsmótum í fimleikum

Íslandsmót í áhaldafimleikum var haldið helgina 18.-19. mars sl. Af 16 keppendum á mótinu voru 7 stúlkur frá Gróttu. Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Haukstdóttir lentu í öðru og þriðja sæti í fjölþraut í frjálsum æfingum kvenna

Íslandsmót í áhaldafimleikum

Íslandsmót í áhaldafimleikum var haldið helgina 18.-19. mars sl. Af 16 keppendum á mótinu voru 7 stúlkur frá Gróttu.

Sif Pálsdóttir, Kristjana S. Ólafsdóttir og Harpa S. HauksdóttirSif Pálsdóttir og Harpa Snædís Haukstdóttir lentu í öðru og þriðja sæti í fjölþraut í frjálsum æfingum kvenna.

Í fjölþrautinni sem fram fór á laugardeginum varð Sif önnur , Harpa þriðja, Hera sjötta og Fanney sjöunda og Birta í níunda sæti.

Sif komst áfram i úrslitum á þremur áhöldum á sunnudeginum og varð Íslandsmeistari á Hera Jóhannesdóttirtvíslá, önnur í gólfæfingum og öðru til þriðja sæti á slá.Harpa komst áfram á slá og tvíslá og varð þar í öðru sæti en fjórða á slá. Hera komst áfram á öllum áhöldum, en varð fyrir því óláni að meiðast í baki í upphitun svo hún gat því miður ekki tekið þátt í úrslitum á áhöldum. Fanney keppti á gólfi og varð í fjórða sæti.Harpa S. Hauksdottir

Framundan hjá meistara-hópnum eru nokkur verkefni. Fanney fer með unglinga-landsliðinu til Finnlands 8. apríl að keppa á norðurlandamóti juniora, og svo er "Iceland open" í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði 20. apríl þar sem allar taka þátt.

Everópumót senjora 16 ára og eldri verður haldið í Ungverjalandi fyrstu vikuna í júní og er nú æft af kappi fyrir það mót.

Íslandsmót í þrepum

Helga EinarsdóttirHelgin 12.-13. mars fór fram Íslandsmót í þrepun á vegum Fimleikasambands Íslands.

Einungis 10 stigahæstu einstaklingarnir í hverju þrepi öðlast þátttökurétt.

Grótta átti 3 keppendur í þriðja þrepi, og varð Domino Belany í 3. sæti.

Í fimmta þrepi kepptu tvær stúlkur frá Gróttu og lenti Helga Einarsdóttir í fyrsta sæti og hampaði þar með Íslandsmeistaratitlinum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?