Fara í efni

Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli

Í gær hófst formlega bygging á nýjum og fullkomnum gervigrasvelli, ásamt minni æfingavelli, við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Fyrstu skóflustunguna að vellinum tóku ungir iðkendur úr íþróttafélagi bæjarins, Gróttu. Unnið verður að krafti við völlinn á næstunni með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist eigi síðar en í maí 2006.

Við fyrstu skóflustungu að gervgrasvelli - Jónmundur GuðmarssonÍ gær hófst formlega bygging á nýjum og fullkomnum gervigrasvelli, ásamt minni æfingavelli, við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Fyrstu skóflustunguna að vellinum tóku ungir iðkendur úr íþróttafélagi bæjarins, Gróttu. Við fyrstu skóflustungu að gervgrasvelliUnnið verður að krafti við völlinn á næstunni með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist eigi síðar en í maí 2006. Stúka við völlinn ásamt hlaupabraut verður síðan tekin í gagnið í maí 2007.

Við fyrstu skóflustungu að gervigrasvelli - Ásgerður HalldórsdóttirBygging gervigrasvallarins er liður í algerri endurnýjun á íþróttaaðstöðu í bæjarfélaginu en á næstu árum verður allt að 815 milljónum varið til viðhalds og nýbygginga íþróttamannvirkja á Seltjarnarnesi ýmist með einkafræmkvæmd eða á vegum bæjarsjóðs. Meðal annars stendur til að reisa glæsilega líkamsræktarstöð sem rekin verður í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en endurnýjun hennar stendur nú yfir.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?