Opinn skipulagsdagur var haldinn á Eiðistorgi í gær þar sem kynnt var tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Á staðnum voru skipulagsráðgjafar ásamt fulltrúum frá skipulags- og mannvirkjanefnd og svöruðu þeir fyrirspurnum og tóku við ábendingum.
Opinn skipulagsdagur var haldinn á Eiðistorgi í gær þar sem kynnt var tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
Á staðnum voru skipulagsráðgjafar ásamt fulltrúum frá skipulags- og mannvirkjanefnd og svöruðu þeir fyrirspurnum og tóku við ábendingum.
Almennt var góður rómur gerður að framtakinu og var ekki annað að sjá en flestir væru sáttir við þá aðalskipulagstillögu sem til kynningar er.
Sýning á tillögunni stendur til föstudagsins 21. október næst komandi