Fara í efni

Menningarnefnd gefur Grunnskóla Seltjarnarness bekkjarsett af Myndlykli

Formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, færði á dögunum Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla og Valhúsáskóla að gjöf tvö bekkjarsett af Myndlykli. Bókin sem kom út á vegum menningarnefndar í sumar inniheldur greinargóða umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins.

Sólveig Pálsdóttir, Sigfús Grétarsson, Hjördís Ólafsdóttir og Rúna GísladóttirFormaður menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, færði á dögunum Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla og Valhúsáskóla að gjöf tvö bekkjarsett af Myndlykli. Bókin sem kom út á vegum menningarnefndar í sumar inniheldur greinargóða umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins.

Sigfús Grétarsson skólastjóri veitti bókunum viðtöku ásamt myndlistar- og bókasafnskennurum skólans. Að sögn skólastjóra er gjöfin kærkomin og mun nýtast skólunum vel við margs konar kennslu um myndlist, listasögu og sögu bæjarfélagsins.

Myndlykill er til sölu á Bókasafni Seltjarnarness og kostar 1.500 krónur.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?