Fara í efni

Heimili á Seltjarnarnesi tengd internetinu yfir ljósleiðara OR

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á internetþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR og eru heimili á Seltjarnarnesi byrjuð að nýta þá þjónustu. Á næstunni er búist við að samningar takist við fleiri aðila um sölu á slíkri þjónustu.

DownloadOrkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á internetþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR og eru heimili á Seltjarnarnesi byrjuð að nýta þá þjónustu. Á næstunni er búist við að samningar takist við fleiri aðila um sölu á slíkri þjónustu. Heimilum sem nýta ljósleiðara til internettenginga er í fyrstu boðið upp á allt að 30 Mb/s hraða í báðar áttir en það er hraði sem ekki er unnt að ná með hefðbundnum fjarskiptatengingum. Stefnt er að því að bjóða upp á símaþjónustu (VoIP) í þessum mánuði og sjónvarpsveitu (IPtv) á næstunni.

Framkvæmdir við tengingu heimila á Seltjarnarnesi hafa gengið ágætlega þó nokkur seinkun hafi orðið frá upphaflegri verkáætlun. Stefnt er að því að fjölga þeim sem vinna við verkið á Seltjarnarnesi á næstu vikum. Tekist hefur að nýta nýjar aðferðir við lagningu ljósleiðarans sem leiða munu til minni röskunar innan lóða en hefðbundnar aðferðir fela í sér.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?