Alls sótti á þriðja hundrað manns vel heppnað skólaþing í húsnæði Valhúsaskóla í gær. Á þinginu voru meðal annars lögð drög að framtíðarumgjörð um skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarskóla bæjarins.
Alls sótti á þriðja hundrað manns vel heppnað skólaþing í húsnæði Valhúsaskóla í gær. Á þinginu voru meðal annars lögð drög að framtíðarumgjörð um skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarskóla bæjarins.
Á þinginu fluttu erindi þau Þórdís Þórðardóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla og Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Að því loknu var hópvinna þar sem þátttakendur skráðu hugleiðingar um stöðuna í skólamálum eins og hún er í dag ásamt fram tíðarmarkmiðum.