Fara í efni

Systkinaafslættir milli dagforeldra og leikskóla á Seltjarnarnesi

Nýjar reglur um afsláttarkjör barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi er nýta dagforeldrakerfi, leikskóla eða Skólaskjól grunnskóla tóku nýlega gildi.

Börn að leikNýjar reglur um afsláttarkjör barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi er nýta dagforeldrakerfi, leikskóla eða Skólaskjól grunnskóla, tóku nýlega gildi. Nú hefur þjónustu dagforeldra verið bætt við þannig að fjölskyldur sem eiga börn hjá dagforeldrum og í leikskóla fá hærri niðurgreiðslu með systkininu sem er hjá dagforeldri.

Um nokkurt skeið hafa reglurnar gilt milli leik- og grunnskóla þannig að fjölskyldur sem átt hafa börn á þeim skólastigum hafa notið systkinaafsláttar.

Fjölskylda sem er með eitt barn í leikskóla og nýtir Skólaskjól grunnskólans fyrir annað barn fær þannig 25% afslátt fyrir annað barnið og 50% afslátt fyrir þriðja barnið. Það sama á að sjálfsögðu við ef öll börnin eru á sama skólastigi.

Sjá:
Reglur um niðurgreiðslur hjá dagmæðrum

Gjaldskrá leikskóla Seltjarnarness

Gjaldskrá fyrir Skólaskjól og skólamáltíðir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?