Framkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var boðið til fundar við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi á dögunum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fundar formlega með fulltrúa bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi.
Framkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var boðið til fundar við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi á dögunum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fundar formlega með fulltrúa bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi.
Á fundinum var farið vítt og breytt yfir þau fjölmörgu málefni sem uppi á borðunum eru og snerta málefni eldri borgara. Vel fór á með fundarmönnum en vonast er til að fundurinn marki upphafið að áframhaldandi samstarfi Seltjarnarnesbæjar og Félags eldri borgara.
Margt hefur áunnist í málefnum eldriborgara á Seltjarnarnesi undanfarið og má þar nefna dagvist sem opnuð var fyrr á árinu og fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis sem mun fullnægja þörfum bæjarins um dvalarpláss í fyrirsjáanlegri framtíð.