Seltjarnarnesbær hefur samið við Háskólann í Reykjavík um meistaranám fyrir stærðfræðikennara við Grunnskóla Seltjarnarness. Samkvæmt samningnum mun bæjarfélagið greiða hluta skólagjalda fyrir tvo stærðfræðikennara en auk þess fellir HR niður hluta skólagjalda.
Seltjarnarnesbær hefur samið við Háskólann í Reykjavík um meistaranám fyrir stærðfræðikennara við Grunnskóla Seltjarnarness. Samkvæmt samningnum mun bæjarfélagið greiða hluta skólagjalda fyrir tvo stærðfræðikennara en auk þess fellir HR niður hluta skólagjalda. Markmið námsins er að mennta kennara til leiðtoga- og brautryðjendastarfa á sviði stærðfræðikennslu. Brýn þörf mun vera fyrir kennara með framhaldsmenntun á sviði stærðfræði. Með þessu gerist bærinn einnig brautryðjandi í samstarfi sveitarfélaga og háskóla um eflingu stærðfræðimenntunar.
Auglýst var eftir umsækjendum um styrkina en þá hlutu Hanna Dóra Birgisdóttir, kennari við Valhúsaskóla og Kristín Kristinsdóttir, kennari við Mýrarhúsaskóla