Fara í efni

Samþykkt að ganga til samstarfs við World Class um heilsurækt

Bæjarstjórn samþykkti á dögunum samhljóða að leita samninga við Þrek ehf.um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness.

ÆfingasalurBæjarstjórn samþykkti á dögunum samhljóða að leita samninga við Þrek ehf.um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness.

Eins og kunnugt er rekur fyrirtækið World Class líkamsræktarstöðvarnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þar með talið Laugar í Reykjavík, en markmiðið er að stöðin á Seltjarnarnesi verði byggð á svipuðum forsendum.

Starfshópur sem stofnaður var til að vinna að málinu skilaði samhljóða niðurstöðu um að hann teldi Þrek ehf hæfastan meðal umsækjenda og ríkti einhugur um þá niðurstöðu í hópnum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?