Fara í efni

Menningarhátíð hefst í dag

Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett kl. 15:00 á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin er sú viðamesta hingað til og er yfirskrift hennar Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarlífið mun blómstra á Nesinu um helgina og má benda á fjörtónleika á laugardag og popplög í VG dúr á sunnudag. Jazzklúbburinn Neskaffi mun endurtaka leikinn frá síðustu menningarhátíð en þá skapaðist gríðarleg stemning í félagsheimilinu og miðað við dagskránna nú má reikna með frábæru kvöldi.

Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett kl. 15:00 á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin er sú viðamesta hingað til og er yfirskrift hennar Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarlífið mun blómstra á Nesinu um helgina og má benda á fjörtónleika á laugardag og popplög í VG dúr á sunnudag.

Jazzklúbburinn Neskaffi mun endurtaka leikinn frá síðustu menningarhátíð en þá skapaðist gríðarleg stemning í félagsheimilinu og miðað við dagskránna nú má reikna með frábæru kvöldi. Aðalnúmer kvöldsins er jazztríó Sunnu Gunnlaugs og með henni leikur norski saxafónleikarinn, Tore Brundborg. Jazztríóið HAG kemur fram sem og Jazztríóið HÚM. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum; eigin útsetningar á íslenskum þjóðlögum, jazzstandördum, tangóum og fleira. Tekin verða lög eftir John Coltrane, Antonio Carlos Jobim, Carlos Gardel, Astor Piazzolla, Megas og Tólfta september svo einhverjir séu nefndir.

Jazzklúbburinn opnar kl.1830 og boðið verður uppá sérstakan fjögurra rétta jazz-dinner og þá verður leikin sérlega þægilegur dinner-jazz af HAG jazztríóinu.

Miðað við stemninguna á jazzkvöldi síðustu menningarhátíðar, en þá var fullt út úr dyrum, hlakka vafalaust margir til að endurtaka leikinn í ár.

Matseðill:

JAZZ-DINNER: kr. 3500.- frá kl.19.00.- Aðgöngumiði á jazz-

tónleikana: kr. 1000.- ( fyrir þá sem vilja panta borð í jazz-dinnerinn, þá er það í síma 561 2031 eða með tölvupósti á veislan@veislan.is.)

Forréttur: Hörpuskel og tígersrækjur með hvítlauki og saffron smjöri

Aðalréttur: Steikt andabringa með sætum kartöflum, spergilkáli og

púrtvínssósu

Ostar: Blandaðir ostar Emmantal/Leerdammer

/Gruère/Parmesan/Brie/Camembert/Gráðaostu

Desert: Súkkulaðiterta með vanilluís og jarðaberjum

Með forréttinum: (greitt sérstaklega) Chabli hvítvíni

og með aðalrétti og ostum Chateau Musar frá Lebanon.

Matseðilinn samdi Erlendur Magnússon.

Umsjón: Veislan Asturströnd/Ísak.

Jazzklúbburinn Neskaffi


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?