Fara í efni

Spennandi tillaga um aðstöðu við gervigrasvöll

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl tillögur íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um byggingu áhorfendastúku og félags- og búningaaðstöðu við hinn glæsilega gervigrasvöll Seltirninga.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl tillögur íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um byggingu áhorfendastúku og félags- og búningaaðstöðu við hinn glæsilega gervigrasvöll Seltirninga. Tillögunni var vísað til frekari vinnslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Meginhugmynd tillögunnar felst í að aðskilja byggingarnar og reisa sérstaka stúku og sérstaka félagsaaðstöðu en það fyrirkomulag þykir mun betur til þess fallið að efla og auka nýtingarmöguleika svæðisins.  

ÍTS. var mjög sátt við útfærsluna eftir að hafa skoðað nokkra valkosti en húsið uppfyllir meðal annars óskir knattspyrnudeildar og staðla KSÍ. 

Stúkan mun rúma um 300 áhorfendur en í vallarhúsinu er meðal annars gert ráð fyrir 4 búningsklefum, dómaraherbergi, félagsaðstöðu, áhaldageymslu og tækjarými, salernum og vallarstjórn þar sem starfsmenn geta haft aðstöðu. 

Ljóst er að með þessu móti þarf að sækja um breytingu á gildandi deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða þar sem vallarhúsið fer út fyrir fyrirhugaðan byggingarreit en um verkefnið ríkir góð sátt meðal hagsmunaaðila.

Stúka við gervigrasvöll Seltirninga

Teikning að tillögu um áhorfendastúku, félags og búingaaðstöðu Pdf skjal 92 kb.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?