Fara í efni

Handverkssýning eldri borgara opnar í dag

Handverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00 í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin verður opin á Menningarhátíð til 9 júní á opnunartíma bókasafnsins.

Handverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00 í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin verður opin á Menningarhátíð til 9 júní á opnunartíma bókasafnsins.

Í félagsmiðstöðinni á Skólabraut 3-5 eru vinnustofur fyrir eldri bæjarbúa. Þar er fjöldi fólks allan veturinn að vinna að fallegu handverki, allt frá prjónaðri og heklaðri tískuvöru, hekli, harðangri og klaustri, þæfingu úr ull og silki, skartgripagerð, glerlist, leirgerð og bókbandi.

Haustin eru undirlögð af jólaundirbúningi og hafa þátttakendur ekki haft undan að búa til listafallegar jólagjafir, sem allsstaðar hafa vakið athygli. Þetta er í fyrsta sinn sem félagsstarf eldri bæjarbúa tekur þátt í Menningarhátíð og mun handverkssýningin vera í Bókasafni Seltjarnarness.

Handverksýning eldri bæjarbúa


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?