Fara í efni

Menningarhátíð Seltjarnarness lauk með pompi og prakt

Menningarhátíð Seltjarnarness 2007 lauk í Félagsheimili Seltjarnarness á sunndagskvöldi með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem skipa fámennasta sextett landsins. Tónleikarnir voru vel sóttir. Tónlistarmennirnir kitluðu jafnan hláturtaugar áhorfenda og var stemmningin hin besta.

Menningarhátíð Seltjarnarness 2007 lauk í Félagsheimili Seltjarnarness á sunndagskvöldi með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem skipa fámennasta sextett landsins. Tónleikarnir voru vel sóttir. Tónlistarmennirnir kitluðu jafnan hláturtaugar áhorfenda og var stemmningin hin besta.

Hátíðin í heild var sérstaklega vel heppnuð enda lék veðrið við Seltirninga þessa helgi. Margt var í boði, s.s. ljósmyndasýning, leiksýning, kennsla á Müllers æfingum í sundlauginni, vor- og sumarljóðdagskrá, opið hús hjá slysavarnadeildinni og margt fleira.

Morgunverður á Eiðistorgi

Yfir 500 bæjarbúar mættu í morgunverð Menningarnefndar Seltjarnarness og Nesskipa sem haldin var á Eiðistorgi sl. laugardagsmorgunn, ríkti þar einstök útgerðarstemmning þar sem bæjarbúar sátu saman, snæddu og ræddu. Börnin skreyttu sig með sjóhöttum og sumir hinna fullorðnu brugðu einnig á sig höttunum. Kvenfélag slysavarnadeildarinnar Vörðunnar sáu um að bera veitingar í gesti.

Danssýning á Eiðistorgi

Fjörutónleikarnir voru á laugadeginum vöktu mikla lukku þar sem hljómsveitir ættaðar af Seltjarnarnesi héldu uppi stuðinu. Um kvöldið var svo Jazzað í Félagsheimilinu með Jazztríói Sunnu Gunnlaugs.

Listamessa í Seltjarnarneskirkju

Listamessa Leiklistarfélags Seltjarnarness og Seltjarnarneskirkju var skemmtilega frábrugðin messum eins og þær gerast á venjulegum sunnudegi. Þar var prédikunin flutt í formi leiklistar með aðstoð séra Örnu Grétarsdóttur og tónlist Guðna Franzsonar.

Þá voru vinnustofur listamanna opnar á Nesinu alla helgina og voru hundruðir manna sem röltu þar á milli í góðviðrinu sem ríkti þessa helgi. Seltirningar eru stoltir af þriðju menningarhátíð sveitarfélagsins sem var sú viðamesta fram að þessu.

Ljósmyndir tók Brjánn Baldursson




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?