Fara í efni

Nýjar stéttar og lýsing í allar götur bæjarins

Fyrsti áfangi af fjórum í gagngerum endurbótum á gangstéttum og götum bæjarins hefur verið boðinn út. Gengið hefur verið til samninga við verktakafyrirtækið Brotaberg um 1. áfanga verksins. Fyrir liggur nákvæm úttekt ráðgjafa bæjarins á ástandi allra gatna í bænum sem verður til grundvallar endurbótunum sem standa munu næstu fjögur árin.

SuðurströndFyrsti áfangi af fjórum í gagngerum endurbótum á gangstéttum og götum bæjarins hefur verið boðinn út. Gengið hefur verið til samninga við verktakafyrirtækið Brotaberg um 1. áfanga verksins.  

Fyrir liggur nákvæm úttekt ráðgjafa bæjarins á ástandi allra gatna í bænum sem verður til grundvallar endurbótunum sem standa munu næstu fjögur árin.

Verkefnið felst meðal annars í endurgerð allra gangstétta ýmist með steypu eða hellulögnum og endurnýjun allra ljósastaura í íbúagötum. Áætlað er að verkefnið í heild kosti um 400 milljónir króna.

Í bígerð er að gefa út kynningarrit þar sem fram koma tímasetningar um framkvæmdir í hverri götu og íbúahverfi fyrir sig. Á þessu ári stendur meðal annars til að endurnýja gangstéttir á Sæbraut, Sólbraut, Selbraut og Skerjabraut. Á gatnagerðarátakið hefur ekki áhrif á annað árlegt viðhald á gatnakerfi bæjarins.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?