Fara í efni

Byggingarframkvæmdir á Hrólfsskálamel ganga vel og margar íbúðir seldar

Íslenskir aðalverktakar hyggjast reisa þrjú fjölbýlishús á Hrólfsskálamel sem munu telja um 80 íbúðir alls. Byggingaframkvæmdirnar ganga vel og er fyrsta húsið af þremur með 26 íbúðum á áætlun. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla næsta haust.

Íslenskir aðalverktakar hyggjast reisa þrjú fjölbýlishús á Hrólfsskálamel sem munu telja um 80 íbúðir alls. Byggingaframkvæmdirnar ganga vel og er fyrsta húsið af þremur með 26 íbúðum á áætlun. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla næsta haust. Þegar hafa töluvert margar íbúðir verið seldar og eftirspurnin mikil miðað við hversu langt er í afhendingu. Að sögn verktaka verða íbúðirnar hinar glæsilegustu, en þær eru hannaðar af Hornsteinum arkitektum í samræmi við nútíma kröfur um þægindi.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?