Fara í efni

Lækningaminjasafn Íslands rís á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, menntamálaráðherra, Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri Þjóðminjasafns Íslands fyrir hönd Þjóðminjavarðar og formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa undritað samning um byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og aðra menningartengda starfsemi.

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, menntamálaráðherra, Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri Þjóðminjasafns Íslands fyrir hönd Þjóðminjavarðar og formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa undritað samning um byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og aðra menningartengda starfsemi.

Samkvæmt samninginum tekur Seltjarnarnesbær að sér og ber ábyrgð á að reist verði ný safnbygging fyrir Lækningaminjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu samkvæmt gildandi aðalskipulagi Seltjarnarness. Í því felst meðal annars að Seltjarnarnesbær sér alfarið um og ber ábyrgð á öllum kostnaðarþáttum vegna framkvæmdarinnar.

Við undirrtun samnings um Lækningaminjasafn ÍslandsÁ mynd talið frá vinstri: Sigurður Böðvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, Sólveig Björnsdóttir, arkitekt, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Ásdís Helga Ágústdóttir, arkitekt og Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri Þjóðminjasafns Íslands (c) 2007 Óskar Sandholt

Kostnaður við bygginguna er áætlaður 345 milljónir króna, auk kostnaðar við lóð sem Seltjarnarnes leggur til samningsaðilum að kostnaðarlausu. Samkvæmt samningnum mun Seltjarnarnes leggja til 110 milljónir króna auk lóðar undir safnið og Læknafélag Íslands leggur til 50 milljónir króna. Menntamálaráðuneytið greiðir 75 milljónir króna en að auki rennur söluandvirði fasteignarinnar Bygggarða 7 á Seltjarnarnesi i framkvæmdina. Bygggarðar 7 voru keyptir fyrir erfðafé Jóns Steffensen, prófessors emeritus, sem arfleiddi Læknafélag Íslands að tilteknum eignum og fjármunum í erfðaskrá sinni. Læknafélagið færði Þjóðminjasafninu arfinn til umsjónar og hefur fjármununum verið varið til endurbóta á Bygggörðum 7 til hagsbóta fyrir Nesstofusafn.

Seltjarnarnesbær mun taka að sér og bera ábyrgð á framkvæmdum við safnabygginguna sem mun verða um 1300 fermetrar að stærð og verður reist samkvæmt teikningum Yrkis arkitekta ehf. sem liggja fyrir.

Teikningarnar hlutu fyrstu verðlaun í opinni hönnunarsamkeppni sem fram fór árið 1997. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að safnið verði risið og fullfrágengið haustið 2009 en það verður staðsett í nágrenni við Nesstofu og starfrækt í tengslum við hana. Samningurinn er gerður með fyrirvara um skipulagslega meðferð málsins á grundvelli skipulags- og byggingarlaga.

Seltjarnarnesbær mun annast rekstur og stjórn Lækningaminjasafns Íslands þegar starfsemi þess hefst í nýju húsnæði. Við safnið mun starfa sérstök safnnefnd. Henni er ætlað að vera safnstjóra til aðstoðar við skipulag og áætlanir um sýningarhald, varðveislu og rannsóknir á vegum safnsins. Í safnnefnd Lækningaminjasafns Ísland munu sitja tveir einstaklingar tilnefndir af Læknafélagi Íslands, einn af Þjóðminjasafni ásamt tveimur fulltrúum Seltjarnarnesbæjar og skal annar þeirra vera formaður Stefnt er að því að stjórn safnsins hefji störf eigi síðar en 1. nóvember 2007.

Safnið mun starfa sem stofnun á vegum bæjarfélagsins og verður það miðstöð safnastarfsemi á sviði lækna- og heilbrigðisvísinda auk þess að bera ábyrgð á söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim munum og minjum sem snerta sögu lækninga á Íslandi. Byggingin mun að auki nýtast undir aðra menningartengda starfssemi Seltjarnarnesbæjar.

Verlaunateikningar í hönnunarsamkeppninni 1997

Allt

Gengið um allt

Flug úti

Flogið yfir svæðið

Ganga inni

Gengið um inni

Ganga úti

Gengið um úti

Myndasýning

Myndasýning


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?