Fara í efni

Leiðakort til að tryggja öryggi grunnskólabarna á leið til skóla

Vegna mikilla framkvæmda á Hrólfsskálamel um þessar mundir hefur nokkur umferð skapast í kringum framkvæmdasvæðið þegar foreldrar aka börnum sínum í skólann.

Vegna mikilla framkvæmda á Hrólfsskálamel um þessar mundir hefur nokkur umferð skapast í kringum framkvæmdasvæðið þegar foreldrar aka börnum sínum í skólann.

Sérstaklega ber að varast umferð á framkvæmdasvæði og við skóla þegar skyggja tekur. Bæjaryfirvöld hafa því gefið út leiðakort sem dreift hefur verið til allra heimila grunnskólabarna. Leiðakortið sýnir öruggustu göngu- og akstursleiðir í Grunnskóla Seltjarnarness frá helstu stoðbrautum.

Þá hafa bæjaryfirvöld fengið Tækni- og umhverfissvið til að útbúa sérstakt hringtorg sem auðveldar foreldrum að skila börnum sínum úr bílum við skólann.

Vonast bæjaryfirvöld til að leiðakortið einfaldi gönguna í skólann.

Kort með vænlegum leiðum með börnin í skóla Pdf skjal 100 kb




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?