Fara í efni

Umferðareftirlit Slysavarnadeildar kvenna á Seltjarnarnesi og dreifing endurskinsmerkja til barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Fimmtudaginn 20. september fylgdust félagskonur í Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi með umferð í kringum Mýrarhúsaskóla. Voru þær staðsettar á þeim stöðum sem foreldrar koma akandi með börnin sín og bentu á það sem betur mætti fara.

Fimmtudaginn 20. september fylgdust félagskonur í Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi með umferð í kringum Mýrarhúsaskóla. Voru þær staðsettar á þeim stöðum sem foreldrar koma akandi með börnin sín og bentu á það sem betur mætti fara.

Börn í 5. bekk taka við endurskinsmerkum

Lögðu þær síðan leið sína í Mýrarhúsaskóla þar sem öllum nemendum voru gefin endurskinsmerki. Á næstu dögum munu þær einnig fara í Valhúsaskóla og leikskóla bæjarins til að gefa endurskinsmerki og hvetja til aðgæslu í umferðinni.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?