Fara í efni

Ársskýrsla Seltjarnarness 2006 gefur til kynna traustan hag og bjarta framtíð

Ársskýrsla Seltjarnarness fyrir árið 2006 er komin út og hefur henni verið dreift á hvert heimili líkt og undanfarin ár.

Ársskýrsla Seltjarnarness fyrir árið 2006 er komin út og hefur henni verið dreift á hvert heimili líkt og undanfarin ár.

Árið 2006 var mikið framkvæmdaár, má þar helst nefna endurgerð sundlaugar, bygging glæsilegs keppnisvallar, gagngerar endurbætur á skólamannvirkjum og bygging glæsiíbúða á Hrólfsskálamel hófst. Þá var rafræna þjónustugáttin Rafrænt Seltjarnarnes opnuð á vef bæjarins sem er meðal annars ætlað að auðvelda aðgengi bæjarbúa að þjónustu bæjarins.

Skólastefna og fjölskyldustefna, sem unnar voru í samráði við bæjarbúa, litu dagsins ljós á árinu. Markmið stefnanna er að skapa kjöraðstæður fyrir nám og kennslu ungmenna ásamt því að bjóða upp á fjölskylduvænt samfélag sem þjónar og tekur mið af þörfum íbúanna. Menningarlíf hefur blómstrað og má þar helst nefna sýninguna Eiland sem haldin var út í Gróttu. Aðsókn var mikil og vakti sýningin einnig athygli á Gróttu sem einni af mestu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins.

Framgangur telst góður á Seltjarnarnesi, bæjarsjóður öflugur og fjármálastjórnin styrk. Ársskýrsla Seltjarnarness 2006 gefur því til kynna traustan hag og bjarta framtíð Seltirninga.

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar árið 2006 Pdf skjal 1,66 mb.

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar árið 2006 word logo 148 kb.

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?