Fara í efni

Gott ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi

Ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi að mati samráðshóps um áfengis og vímuvarna nokkuð gott. Foreldrasamstarf hefur verið mjög virkt og hefur umræðu um foreldralaus teiti verið haldið á lofti, þar sem foreldrar taka höndum saman og sjá til þess að slík teiti séu ekki í boði fyrir ungmennin

Ungingar í SelinuÁstand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi að mati samráðshóps um áfengis og vímuvarna nokkuð gott. Foreldrasamstarf hefur verið mjög virkt og hefur umræðu um foreldralaus teiti verið haldið á lofti, þar sem foreldrar taka höndum saman og sjá til þess að slík teiti séu ekki í boði fyrir ungmennin.

Minna hefur borið á veggjakroti og nánast ekkert borið á áfengisneyslu síðastliðið misseri. Hópurinn telur þó mikilvægt að foreldrar sofni ekki á verðinum þrátt fyrir gott gengi í forvörnum og er því ötullega unnið að vímuvarnaráætlun Seltjarnarness en þeirri vinnu mun ljúka á næstunni.

Ungingar í Selinu




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?